​​Sigurjon Sighvatsson (f. 1952) hefur um árabil tengst listum í margvíslegu form. Einn angi þess hefur verið ljósmyndum og vinnsla á ljósmyndaverkum þar sem hann sækir innblástur meðal annars til Íslands og í íslenska náttúru. Árið 2021 opnaði hann sína fyrstu yfirlitssýningu „Horft um öxl - ljósmyndir frá liðinni tíð“ við Hafnartorg þar sem hann sýndi ljósmyndaverk sem hann hafði unnið á undanförnum áratugum. Verkin voru að hluta innblásin af hinni þekktu ferðabók rithöfundanna og skáldanna W.H. Auden og Louis Macneice, sem fyrst kom út árið 1937. Þá sótti sýningin einnig innblástur til Bandaríkjanna, einkum Los Angeles og listamanna sem eru eða hafa verið búsettir þar, og þeirra fjölmörgu landa og staða sem Sigurjón hefur heimsótt og kynnst í kringum starf sitt sem kvikmyndaframleiðandi. Gestsaugað hefur veitt honum þar annars konar innblástur, því að þrátt fyrir 43 ára búsetu erlendis telur hann sig fyrst og fremst Íslending.

​​Sigurjon Sighvatsson útskrifaðist frá Háskóla Íslands með BA-gráðu í ensku og almennum bókmenntum árið 1980. Meðfram námi spilaði hann með helstu popphljómsveitum landsins og reisti ásamt fleirum fleirum fyrsta hljóðupptökuverið á Íslandi árið 1975. Eftir útskrift hélt hann til Bandarikjanna til þar sem hann útskrifaðist hann með MFA-gráðu í listum frá háskólanum í Suður-Kaliforníu í Los Angeles. Undanfarin 35 ár hefur aðalstarf Sigurjóns verið kvikmyndaframleiðandi auk þess sem hann hefur stofnað og stjórnað fjölda fyrirtækja, flestum tengd kvikmyndageiranum.