HORFT UM ÖXL
Ljósmyndir frá liðinni tíð
 

12/12/2021 - 31/01/2022

 

Sýningin stendur yfir til 31 Janúar 2022.

í POP UP HAFNARTORG

Geirsgata 4 Hafnartorgi

OPNUN
Sunnudaginn
12. desember
Kl 16-19

Opnunartímar:
Mið-Sun
Kl 13-18

 

​​Sigurjon Sighvatsson er fæddur 1952. Meðfram námi spilaði hann frá unga aldri með helstu popphljómsveitum landsins og reisti ásamt fleirum fleirum fyrsta hljóðupptökuverið á Íslandi árið 1975.

 

Eftir BA próf frá Háskóla Íslands hélt hann til Bandarikjanna til

framhaldsnáms í kvikmyndagerð.

Undanfarin 35 ár hefur aðalstarf Sigurjóns verið kvikmyndaframleiðandi auk þess sem hann hefur stofnað og stjórnað fjölda fyrirtækja, flestum tengd kvikmyndageiranum.

 

Sigurjón hefur um árabil tengst listum í margvíslegu formi. Einn angi þess hefur verið ljósmyndum og vinnsla á ljósmyndaverkum. Þetta er í fyrsta sinn sem hann sýnir þau verk sín opinberlega. 

Eins og svo margir aðrir listamenn hefur Sigurjon sótt innblástur til Íslands og  í íslenska náttúru. Er helmingur sýningarinnar verk sem eru innblásin af hinni þekktu ferðabók rithöfundanna og skáldanna W.H. Auden og Louis Macneice, sem fyrst kom út árið 1937.

 

Hinn helmingur sýningarinnar sækir innblástur til Bandaríkjanna, einkum Los Angeles og listamanna sem eru eða hafa verið búsettir þar, og þeirra fjölmörgu landa og staða sem Sigurjón hefur heimsótt og kynnst í kringum starf sitt sem kvikmyndaframleiðandi. Gestsaugað hefur veitt honum þar annars konar innblástur,  því að þrátt fyrir 43 ára búsetu erlendis telur hann sig fyrst og fremst Íslending.