top of page

CozYboy
BECOMING RICHARD
8/12/2022 - 8/1/2023
Pop Up, Hafnartorgi


 

STOLIÐ FRÁ ÞJÓFI

 

Spurning um höfund og höfundarétt hefur líklega aldrei verið áleitnari en nú. Fyrir tveimur árum birtist sýning CozyBoy „Becoming Richard“ á 287 auglýsingaskjám á höfuðborgarsvæðinu. Yfir fimmtíu verk voru unnin upp úr Instagram færslum og lyndistáknum (emojis) frá bandaríska listamanninum Richard Prince sem fengu nýtt samhengi hjá CozyBoy. Richard Prince er sá listamaður okkar daga sem líklega hvað mest hefur verið sakaður um að nota hugverk annarra listamanna, án þess að geta til um uppruna verkanna.

Af þessum sökum hafa dómsmál ítrekuð verið höfðuð á hendur Prince.

Hann lætur sér þó ekki segjast, heldur semur endurtekið um greiðslur við þá sem saka hann um stuld á sínum hugverkum. Er það eina viðurkenning hans á því að hann er ekki höfundur eigin verka að öllu leyti.

 

Verk CozyBoy í Becoming Richard seríunni voru vísvitandi sköpuð upp úr verkum þekkts listamanns, og beinlínis vakin athygli á uppruna þeirra með nafngift sýningarinnar, ólíkt því sem því sem sjálfur Prince heldur fram um sín eigin verk.

 

Nú hefur CozyBoy, bætt um betur og ákveðið að endurskapa sín eigin verk og færa inn í sýningarrými sem varanleg verk, en ekki bara skammtíma skilaboð á útiauglýsingaskiltum. Og sannarlega hafa þessi varanlegu verk sterkari höfundareinkenni en þau upphafleg.

En eru slík einkenni næg til að hann geti kallað þau sín eigi? Eða eru þau bara ólistræn aðlögun að hinum upprunanlegu verkum Prince? sem eru þegar allt kemur til alls hreint ekki upprunaleg, hvað sem hann segir sjálfur.

The works in this exhibition are directly and indirectly inspired by the American artist Richard Prince, using color palettes from his Nurse Paintings from the early 2000's, imagery from the Marlboro Man paintings from the 1980's and texts from his more recent Instagram captions.

This becomes a way of appropriating art from the artist best known for appropriating other peoples art.

Originally these works were on billboards throughout the city of Reykjavík, shown in a public outdoor billboard exhibition for two weeks around the holidays in 2020/2021.

The works have since been rendered  into interactive LED screen light boxes.

bottom of page